|
Description:
|
|
Lestin kíkir við á síðasta listaverkauppboði vetrarins í Gallerí Fold. Þar eru meðal annars boðin upp verk eftir Jóhannes Kjarval, Svavar Guðnason og Börböru Árnason en auk þess eru uppstoppuð Snæugla, Bjarnarhaus og fleiri sérstakir munir slegnir hæstbjóðanda. Rætt verður við uppboðshaldara, starfsfólk og gesti uppboðsins. Tómas Ævar Ólafssson kíkti á Kjarvalsstaði og skoðaði útskriftarsýningu bakkalárnema í arkitektúr, hönnun og myndlist. Í horni safnsins á bak við rauð gluggatjöld má þar sjá sjónræna plötnu I Thought I'd Be More Famous By Now, eða Það stóð til að vera orðin frægari núna, eftir listamanninn Katrínu Helgu Andrésdóttur sem gengur undir listamannanafninu Special K. Tómas ræðir við listakonuna í þætti dagsins. Halldór Armand Ásgeirsson fjallar um hættulega drauma og úrslitaleikinn í meistaradeild Evrópu í þriðjudagspistli sínum. |