|
Description:
|
|
Í þjóðfræðasafninu Grímu eru ótal sögur um fólk af öllu tagi og „kynlega kvisti“. Þar á meðal er „Stutta-Sigga“ sem hér sést, Sigríður Benediktsdóttir. Illugi Jökulsson les frásögn um hana og aðra um „flogaveiku stúlkuna á Úlfá“ og 2-3 um Torfa Sveinsson á Klúkum í Eyjafirði, sem virðist hafa verið eins konar pólití fyrir sveitina og leitað var til hans þegar þurfti að koma upp um þjófa. Þessar frásagnir allar eru á sinn hátt dæmi um innviðalaust og þannig séð „frumstætt“ samfélag þar sem fólk er samt að reyna að skilja hlutskipti sitt og líka þeirra sem eru „öðruvísi“. Úr einni frásögn af veikri manneskju verður til dæmis draugasaga. |