|
Description:
|
|
Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, er einn harðasti leikmaður kvennaboltans. Hún er fædd í Kosóvó en flutti ung til Íslands þar sem hún æfði með Leikni í Breiðholti.
Í dag spilar hún fyrir landslið Kosóvó og er nýkomin úr landsliðsverkefni. Hún mætti í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977.
Í viðtalinu fór hún yfir leið sína í landslið Kosóvó og sagði frá því hversu erfið hún hafi verið í æsku. Fjolla var komin inn á vafasamar brautir í lífinu en með hjálp fótboltans náði hún að beygja af þeim. |