|
Description:
|
|
Það verður kosningabarátta um formannssæti KSÍ á ársþingi sambandsins þann 26. febrúar. Í dag tilkynnti Sævar Pétursson að hann hefði ákveðið að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Elvar Geir og Sæbjörn Steinke slógu á þráðinn norður til Akureyrar og heyrðu í Sævari.
Hann býst við jafnri baráttu, telur sig hafa breiðari þekkingu úr hreyfingunni en segist verða fyrsti maðurinn til að óska Vöndu til hamingju ef hann ber ekki sigur úr býtum í kosningunni.
Í viðtalinu ræðir hann um sína stefnu, staða yfirmanns fótboltamála og þjóðarleikvangurinn koma að sjálfsögðu við sögu. |