|
Description:
|
|
Það vantaði bæði Gylfa og Gunna þessa vikuna og því brá Aron á það ráð að fá gest sem hefur gengið ansi vel á þessu tímabili í Fantasy, sjálfan Heiðmar Eyjólfsson sem er langefstur Íslendinga og númer 6 í heiminum.
Þeir ræddu gengi Heiðmars á tímabilinu og hvað er á bakvið þennan rosalega árangur hans, en hann er einungis 27 stigum frá toppsætinu á heimsvísu.
Strákarnir tóku spurningar hlustenda og fóru yfir hvaða breytingar gætu skilað lúmskum stigum á lokasprettinum. Að lokum fóru þeir svo stuttlega yfir draumaliðsdeild Eyjabita og gáfu upp lið Arons og Gylfa.
Fantabrögð eru í boði Dominos, Nemíu og GÓ Training. |