|
Description:
|
|
Samúel Samúelsson hefur í fjölda ára verið í fararbroddi hjá Vestra á Ísafirði. Hann hefur fengið til félagsins stór nöfn eins og Guðjón Þórðarson, Bjarna Jóhannsson og Nigel Quashie auk um 90 erlendra leikmanna. Hann segir sögu sína í Miðjunni í dag.
Meðal efnis:
- Fiskur og fótbolti er líf mitt
- Átti ekki merkilegan feril sem fótboltamaður
- Fékk þrjú rauð spjöld sem stjórnarmaður
- Nafn félagsins sem var kallað skástrikið en endaði á Vestra
- Alfreð Elías kom liðinu upp en var sagt upp
- Stressaður fyrir fyrsta fundinn með Gauja Þórðar
- Með mjög mikla peninga árið 2011
- Slógu út Breiðablik og mættu KR í stærsta leik félagsins
- Seldi besta leikmanninn eftir að hann kýldi bróður hans
- Gaui Þórðar var ósáttur við söluna
- Hann og Gaui tóku oft erfið samtöl
- Guðjón hjálpaði og breytti félaginu til frambúðar
- Brottrekstur Guðjóns Þórðarsonar
- Freyr Alexandersson var að taka við þegar Jörundur Áki kom
- Andri Rúnar hafði það of gott heima hjá mömmu sinni
- Tími Nigel Quashie á Ísafirði og afhverju var hann á Íslandi
- Fundaði með Bjarna Jó á Tenerife og réði hann ári síðar
- Merkti húsið SSS skrifstofur og Bjarni bjó þar fyrsta árið
- 90 útlendingar komið á hans tíma hjá félaginu
- Þolir ekki Þór
- Löggan ræsti hann út allar helgar til að stoppa partý hjá Þórði Inga og Alexander Veigari
- Skammarleg aðstaða og æft í reiðhöll
- Vestri ætlar upp í Pepsi-deild í sumar |