|
Description:
|
|
Fyrsti þáttur Fantabragða á árinu 2021 var heldur betur viðburðaríkur. Aron og Gunni mættu í stúdíóið og fóru yfir umferð 17 auk þess að spá í spilin fyrir umferðir 18 og 19 sem liggja saman og krefjast nokkurrar íhugunar, enda liðin með mismarga leiki.
Meðal efnis í þættinum:
-Markmannarússíbaninn
-Er Dominic Alveg-Búinn?
-Hvaða leikmenn eru skyldueign í Free Hit lið í 18. umferð?
-Hvaða lið eiga bestu leikina í tvöföldu umferðinni (19)?
-Er möst að kaupa Kevin De Bruyne?
-Á að selja Salah? |