Search

Home > Fotbolti.net > Ítalski boltinn - Sérstakur upphitunarþáttur
Podcast: Fotbolti.net
Episode:

Ítalski boltinn - Sérstakur upphitunarþáttur

Category: Sports & Recreation
Duration: 00:00:00
Publish Date: 2020-10-04 13:56:00
Description: Loksins er kominn hlaðvarpsþáttur sem fjallar einungis um ítalska boltann. Björn Már Ólafsson mun í vetur gera reglulega þætti þar sem hann fer yfir það sem er að gerast í ítalska boltanum. Verður fjallað um Íslendingana í deildinni, skemmtilegar sögur, rifjaðar upp goðsagnir og svo verða í hverjum þætti veitt veitt hin skemmtilegu verðlaun „gullna ruslatunnan", eða „Bidone d'oro". Fyrsti þátturinn er upphitunarþáttur þar sem við fáum að kynnast öllum liðunum í deildinni áður en leiktíðin fer almennilega af stað. Prófasvindlarinn Suarez er til umræðu, hamfarirnar í Rómarborg og svo verða sagðar stórar fréttir af rúmenskum landsliðsmanni, sem gæti mætt okkur Íslendingum á Laugardalsvelli um næstu helgi. Eða hvað?
Total Play: 0