|
Description:
|
|
Janus Guðlaugsson var á sama ári landsliðsmaður í handbolta og fótbolta, endaði í þriðja sæti í langstökki í bikarkeppni FRÍ og þjálfaði vonarstjörnur þjóðarinnar til Íslandsmeistaratitils í 2. flokki í handbolta. Seinni varð hann atvinnumaður í Þýskalandi í nokkur ár og fékk eftir ferilinn það verkefni að bjarga KR frá falli. Janus segir sögu sína í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net í dag.
Meðal efnis:
- Rekur eigið fyrirtæki í heilsueflingu í dag
- Braut rúður í næsta húsi í fótbolta
- Fór útaf í hálfleik til að spila handboltaleik
- Hljóp hálfmaraþon, spilaði leik og hljóp sömu leið til baka
- Bikarúrslitaleikurinn gegn ÍBV um miðjan nóvember
- Keyrði traktor og tyrfði Kaplakrika í fyrsta sinn
- Dúxaði á Laugavatni og tók útskriftina fram yfir leik
- Þaggaði niður í tyrknesku áhorfendunum með draumamarki
- Settu upp apagrímur þegar Ísland mætti
- Sóttur á Laugavatn í alla handboltaleiki en æfði ekki með liðinu
- Spilaði HM í handbolta 1978
- Gerði Kristján Arason og félaga að Íslandsmeisturum í 2. flokki
- Þriðji í langstökki í bikarkeppni FRÍ
- Hafnaði þremur tilboðum um atvinnumennsku útaf skólanum
- Fékk símtöl frá fyrrverandi liðsfélögum í bankahruninu með boð um peningagjöf
- Fetaði í fótspor liðsfélaganna með yfirvaraskeggi
- Lærði að mála og portraitmynd af Tony Schumacher kom í Bild
- Málaði 20 myndir fyrir opnun á tennishöll í Köln
- Fór nýjar leiðir til að losna frá ofþjálfun
- Spilaði sem sweeper en skoraði 15 hraðaupphlaupsmörk í fótbolta
- Spilaði með George Best gegn Manchester United í tvígang
- Fékk sig ekki lausan frá Fortuna Köln svo hann fór og þjálfaði FH
- Bitinn af lögregluhundi í upphitun og missti af leiknum
- Var kallaður bjargið í Sviss
- Hundfúll eftir ómanneskjulega tæklingu Þorvalds Örlygssonar
- Tók við þjálfun KR í fallbaráttu og lét þá fara í stórfiskaleik
- Fékk Fálkaorðuna hjá Guðna forseta 17. júní í fyrra |