|
Description:
|
|
Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur komið víða í fótboltaheiminum, var frábær fótboltakona og landsliðskona, lenti í hræðilegum meiðslum en varð síðar footballers wife í Englandi. Í dag er hún aðstoðarþjálfari KR. Hún er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjunni.
Meðal efnis:
- Engir yngri flokkar en var í hverfisliði með Óla Þórðar og Sigga Jóns
- Tók við þjálfun meistaraflokks ÍA tvítug
- Þjálfaði Laxdal bræður í Stjörnunni
- Spilandi þjálfari í KR, í landsliðinu og að ala upp börn
- Fótbrotið
- Sofandi í öndunarvél þegar KR sem hún þjálfaði tryggði sér titilinn
- Vaknaði með bikarinn og skilaboðin: Vakna þú mín Þyrnirós"
- Svangar með vændiskonum og glæpamönnum í Rússlandi
- Vinsæl footballers wife í rútuferðum á Englandi
- Hélt partý í húsi eiganda Crystal Palace meðan hann var úti að borða
- Nennti ekki að spjalla við son Sir Alex Ferguson
- Í slúðurblöðunum sem viðhald Sol Campbell
- Vildi ekki verða aðalþjálfari KR í fyrra
- Ein kona og 106 karlar að þjálfa meistaraflokkslið á Íslandi
- Ída Marín valdi Val en stefnir til Englands |