|
Description:
|
|
Hörmung. Það er 28. umferðin í einu orði. Hörmung.
Alltof margir góðkunningjar Fantabragða annað hvort spiluðu ekki eða byrjuðu á bekk og má þar nefna Jamie Vardy, Danny Ings og Joe Gomez. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik í vetur, fjögur lið áttu ekki leik og þetta gerði m.a. að verkum að þessi umferð var sú langlélegasta í vetur og var meðalskor spilara 26 stig.
Liðsmenn Fantabragða áttu ólíku gengi að fagna og líkur eru á rage wildcardi. Við tókum VAR umræðuna í dómarahorninu og spáðum í spilin fyrir komandi umferðir. |