|
Description:
|
|
Garðar Örn Hinriksson eða Rauði Baróninn eins og hann er oft kallaður er einn besti dómari sem hefur dæmt hér á landi. Hann hefur þó komið víða við, hefur gert það gott í tónlist, leikið í bíómynd og rekið slúðurvef. Hann glímir í dag við Parkinson sjúkdóminn og hefur vakið athygli fyrir pistlaskrif um fótbolta. Hann er gestur podcastþáttarins Miðjunnar á Fótbolta.net í dag.
Meðal efnis:
- Dómarar aldrei heiðraðir fyrir sín störf
- Leikmenn eltu hann inn í skóla eftir fyrsta leikinn
- Gaf sex rauð spjöld og flautaði leikinn af
- Viðurnefnið Rauði Baróninn
- Skítaheimur og sleikjuháttur að vera FIFA dómari
- Sagði eftirlitsmönnum á Íslandi að halda kjafti
- Í stríði við Gilzenegger og sakaður um að hata Skagann
- Baráttan við Guðjón Þórðarson
- Rautt spjald fyrir að tala króatísku
- Spjaldaði áhorfendur á Selfossi
- Tvisvar næstum því búinn að berja leikmenn í leik
- Hótanir stuðningsmanna
- Dóttir hans lenti í einelti útaf dómgæslu hans
- Tilbúinn að hlaupa nakinn með Gilzenegger í Kringlunni
- Ásakanir um rasisma
- Hætti að dæma eftir viðtal Kidda Jak um form dómara
- Leið eins og 12 ára píu á Justin Bieber tónleikum
- Sló í gegn sem söngvari um aldamótin
- Lék straight eða gay fótboltamann í bíómynd
- Glíman við Parkinson sjúkdóminn
- Búinn að skrifa ævisöguna og stefnir á útgáfu |