|
Description:
|
|
Verkefni UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru mörg og virðast því miður óþrjótandi. Samtökin hafa sent frá sér ákall þar sem kemur fram að stefnt sé að því að ná til 110 milljóna barna á næsta ári. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi sest hjá okkur á eftir. Svo ætlum við að tala við tvo unga umhverfissinna, þær Sigrúnu Perlu Gísladóttur og Helgu Hvanndal. Þær eru að fara á Ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika, COP 15 sem var sett í dag. Þær segja okkur frá markmiðum og viðfangsefnum þeirrar stóru ráðstefnu sem fer fram í Montreal í Kanada. Svo verður ruslasrabbið á sínum stað og við fáum líka pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar. |