|
Description:
|
|
Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna '78 og Hildur Björk Hörpudóttur sóknarprestur í Reykholti: Verkefnið Ein saga, eitt skref er samvinnuverkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78 sem miðar að því að skoða sögur af misrétti gagnvart hinsegin fólki í kirkjunni. Vefsíða verkefnisins verður formlega opnuð á viðburði í Skálholti 25. júní. Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna: Um miðjan júní var kynnt skýrsla Spretthópsins svokallaða, en þar er alvarleg staða matvælaframleiðslu í landinu skoðuð. Hver er afstaða grænmetisbænda? Tvær nýjar rannsóknir gjörbylta skilningi okkar á sögu hænunnar. Svo segja altjént vísindamennirnir sem að þeim stóðu, en þessar rannsóknir birtust í mætum vísindaritum í byrjun mánaðar. En hver er skilningur okkar á sögu hænunnar, hversu lengi hefur þessi góði fugl fylgt mannkyninu? |