|
Description:
|
|
Við ræðum þróun nýrra uppskrifta á steypu. Ræðum við Sigríði Ósk Bjarnadóttur sem er framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini, Hornsteinn er eignarhaldsfélag í eigu Björgunar, BM Vallá og Sementsverksmiðjunnar - semsagt allt byggingarfyrirtæki sem eru þá að reyna að koma sér upp umhverfisvænni og grænni starfsháttum, vera með í hringrásarhagkerfinu. Og svosem ekki vanþörf á, íslenski byggingariðnaðurinn með stærsta kolefnisfótsporið og steypan mengandi óþverri, því miður, eins og hún er gagnleg. Samtök um Kvennaathvarf eru 40 ára um þessar mundir og ætla að reisa nýtt hús yfir starfsemina. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er formaður stjórnar samtakanna. Hún ætlar að segja okkur frá Kvennaathvarfinu og nýju húsi. Svo er umhverfispistill á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum, og hann tekur á máli málanna: hringrásarhagkerfinu, Það er Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir hringrásarhagkerfið fulltrúi Ungra umhverfissinna sem flytur okkur pistilinn í dag. |