|
Description:
|
|
Við ræðum við tvo íslenska hjálparstarfsmenn sem eru nýkomnir heim eftir að hafa tekið þátt í vatnshreinsiverkefni í Pakistan þar sem kröftugar rigningar höfðu valdið einhverjum mestu flóðum í manna minnum, neyðarástandi var lýst yfir, tíu milljón manns hafa hrakist á flótta og tvö þúsund farist - hamfarirnar raktar til loftlagsbreytinga, landið fjölmennt og innviðir hrundu - að koma á hreinu vatni lífsnauðsyn - meira um þetta hér á eftir. Skaðaminnkandi nálgun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Nýlega voru stofnuð samtökin Matthildur - skaðaminnkun sem hafa það að markmiði að auka þekkingu og vinna að framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi auk þess að standa vörð um mannréttindi jaðarsetts fólks á Íslandi. Þá einkum þeirra sem glíma við vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Svala Jóhannesdóttir er sérfræðingur í skaðaminnkun og ein af stofnendum samtakanna. Málfarsmínútan er svo á sínum stað og Edda Olgudóttir ræðir um mótefni gegn malaríu í vísindaspjallinu. |