|
Description:
|
|
Víðir Sigrúnarson yfirlæknir á Vogi: Nýverið var sagt frá stærsta fíkniefnamáli Íslands þegar lögreglan haldlagði fíkniefni og efni til framleiðslu þeirra að verðmæti hátt í 2 miljarða króna. Við ætlum að reyna að átta okkur á þýðingu þessarar lögregluaðgerðar á undirheimana á Íslandi, er þetta skellur fyrir hagkerfið sem þar ræður ríkjum, breytir þetta einhverju um framboð og eftirspurn, fælir þetta frá glæpamenn sem framleiða og selja eiturlyf, og hvað þýðir þetta fyrir þau sem eru háð efnum, fólk með fíknisjúkdóma? Fyrir 24 árum lenti Guðmundur Felix Grétarsson í mjög alvarlegu slysi þegar hann var að vinna við háspennulínu. Hann hlaut marga alvarlega áverka og missti báða handleggi. Hlustendur þekkja þessa sögu, enda hefur þjóðin fylgst með Guðmundi og ótrúlegri þrautseigju hans í gegnum árin og ekki síst frá árinu 2013 þegar hann flutti til Frakklands með það markmið að fá grædda á sig handleggi. Fyrir um einu og hálfu ári undirgekkst hann svo gríðarlega flókna aðgerð sem þykir hafa heppnast með ólíkindum vel. Guðmundur er á Íslandi í stuttri heimsókn þar sem hann talar á læknaráðstefnu í Hörpu í dag og við ætlum að ræða við hann hér rétt á eftir. Málfarsmínúta og ruslarabb eru svo á sínum stað |