|
Description:
|
|
Grjótkrabbi er ný tegund hér við land sem fannst fyrst árið 2006 og hefur síðan náð að dreifa sér hratt um landið. Þetta er framandi og ágeng tegund hér. Sindri Gíslason forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands er okkar fremsti sérfræðingur í rannsóknum á grjótkrabba. Fyrr í vikunni var alþjóðlegur dagur vatnsins. Hann er notaður til að minna á mikilvægi vatnsverndar og að það sem við gerum ofan jarðar getur haft alvarleg áhrif neðan jarðar. Hrund Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands ætlar að tala við okkur um vatn. Svo mætir hingað Emilía Borgþórsdóttir sem er reglulegur gestur í Samfélaginu. Hún er að velta fyrir sér ábyrgð fyrirtækja í umhverfismálum. |