|
Description:
|
|
Ólafur Teitur Guðnason samskiptastjóri Carbfix: Við ætlum að forvitnast um Carbfix verkefnið sem gengur út á að dæla niður koltvísýringi í jarðlögin. Verkefni sem hefur vakið heimsathygli. Og það er ýmislegt að frétta af Carbfix og margt í pípunum, bókstaflega. Nýlega fékkst risastyrkur til að þróa niðurdælingu á innfluttum koltvísýringi frá iðnaði erlendis. Það á að reisa miðstöð við Straumsvík. Við fáum líka að heyra af tilraunum með niðurdælingu á sjó í stað ferskvatns og fyrirhugaðri hlutafélagavæðingu Carbfix, sem er eigu Orkuveitunnar. Til okkar kemur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Eftirspurn eftir metani hefur aukist töluvert þó minna fari fyrir metan á fólksbílum en sumir vonuðust eftir. Málfarsmínúta Eva Björk Káradóttir framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík: hvalir skipta máli, sérstaklega á Húsavík, en fjöldinn allur sem sækir þorpið heim til að skoða þá, bæði úti á flóa sem og í hvalasafninu: Hvernig hefur gengið að taka á móti fólki og hvað er það að sjá. |