|
Description:
|
|
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins: Skólarnir eru farnir af stað, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar byrja lang flestir í þessari viku. Við ætlum að taka stöðuna svona í byrjun skólaárs með formanni kennarasambandsins, hvernig er með námskrána og prófin, verður hörð kjarabarátta, um hvað verður rifist innan skólakerfisins í ár, hvað ef covid fer aftur af stað, er lúsin mætt - það er af nógu að taka. Við höfum heyrt fréttir af miklum þurrkum í Evrópu þetta sumarið og raunar víða um heim. Hitabylgjur hafa verið tíðar og lítil úrkoma - nema þá úrhelli samhliða þrumuveðrum. Þetta veldur vitaskuld miklum vanda; neysluvatn verður af skornum skammti, vandamál við matvælaframleiðslu aukast og hætta á gróðureldum er gríðarleg. Og það er talað um að þurrkarnir nú stefni í að verða þeir mestu í 500 ár. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur ætlar að ræða þessi mál við okkur og líka aðgerðir kínverskra yfirvalda til að framkalla rigningu, en þar hafa sumstaðar verið miklir þurrkar. Ruslarabb Jón Garðar Helgason, formaður austurlandsdeildar 4x4 jeppaklúbbsins: félagar í honum gerðu sér ferð upp á Kverkfjallasvæði þar sem mikill utanvegaakstur hafði nýverið orðið og skilið eftir sig djúp og mikil sár í þessu viðkvæma eldfjalla landslagi. Jeppafólkið tók hrífurnar sínar og fór hamförum við að laga og við ætlum að heyra af ferðinni og ræða um viðhorf íslenskra eigenda risajeppa til utanvegaaksturs. |