|
Description:
|
|
Það er tekist á um lestur barna, einu sinni sem oftar, en kannski af meiri hörku en áður - manni finnst það kannski. Nú eru lestrarfimiprófin í brennidepli, eru þau mælitækið sem við þurfum til að vinna með og bæta lestrarhæfni barnanna okkar - sitt sýnist hverjum, en hvað er þá rétta leiðin, þarf að kollvarpa öllu, eða fínstilla eitthvað aðeins. Við ræðum við lestrarsérfræðing hér í byrjun þáttar, Svövu Þórhildi Hjaltalín, sem vill breyta töluvert um stefnu og segir okkur ástæðuna fyrir því. Í gær var settur í loftið vefur um orkuskipti hér á landi - orkuskipti.is. Það eru Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla sem standa að vefnum sem er ætlað að veita upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins ætlar að fara yfir þessi mál með okkur á eftir. Málfarsmínúta Edda Olgudóttir kemur í vísindaspjall. Hún ætlar að segja okkur frá rannsókn á stofnfrumumeðferð á fóstrum, til að laga klofinn hrygg. |