|
Description:
|
|
Við tölum aðeins um fasteignamarkaðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fylgist grannt með þróuninni þar og samkvæmt nýrri greiningu þeirra fyrir októbermánuði eru augljós merki um kólnun á þeim markaði. Kári Friðriksson hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir þau mál með okkur. Þórdís Jóna Sigurðardóttir nýr forstjóri Menntamálastofnunar kemur svo til okkar, hún á að leggja stofnunina niður - og reisa hvað hennar í stað? Við fáum að vita það ásamt ýmsu fleiru, það gustar oft um skólamálin - er hún tilbúin í vindhviðurnar? Við fáum líka umhverfispistil í lok þáttar eins og ávallt á fimmtudögum, Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur hann. |