|
Description:
|
|
Ferðamenn sem koma hingað til lands til að skoða fugla hefur fjölgað - íslenskt leiðsögufólk hefur sumt hvert sérhæft sig í fuglaleiðsögn, og við tölum við einn slíkan hér á eftir, Trausta Gunnarsson, og forvitnumst starfið, fuglaferðamennina og þarfir þeirra og möguleika svona sérhæfðar ferðamennsku á Íslandi. Við tölum um súrdeig og súrdeigsbrauð í þætti dagsins. Ragnheiður Maísól Sturludóttir vinnur núna meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands þar sem hún skoðar tengingu reyndra súrdeigsbakara við deigið sitt og brauðið. Tilfinningatengsl og líkamleg tengsl. Ragnheiður Maísól sest hjá okkur á eftir. Málfarsmínútan verður á sínum stað og í lok þáttar spjöllum við um neytendamál við Brynhildi Pétursdóttur. |