|
Description:
|
|
ÚTÓN stendur fyrir svokallaðri bransaveislu í aðdraganda Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hefst í vikunni. Þar gefst tónlistarfólki og öðrum áhugasömum, tækifæri til að hitta fagfólk í tónlistarbransanum og ræða málin. Við ræðum við Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN og Hrefnu Helgadóttur samskipta- og markaðsstjóra. Við ræðum um hraðtísku og umhverfisáhrif þeirra, en tískufatarisinn og vefverslunin SheIn þykir vera langverstur meðal jafninga í þeim efnum. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir kíkir svo til okkar með brot úr safni útvarpsins, Lóa spákona spáði í bolla fyrir hlustendur og aðra í beinni útsendingu árið 1991. |