|
Description:
|
|
Við ætlum að ræða um hringrásarhagkerfið og þá sérstaklega hvernig okkur Íslendingum gengur að endurnýta þau hráefni sem náttúran gefur af sér - ný meistararannsókn frá háskóla íslands í umhverfis og auðlinda fræðum afhjúpar stöðu Íslands í þessum efnum - höfundurinn, Guðmundur Steingrímsson sest niður hjá okkur hér á eftir. Og meira þessu tengt. Bergþóra Kvaran sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun kemur til okkar. Hún var að ljúka við að halda fyrirlestur um Umhverfisvænni framkvæmdir fyrir heilsusamlegra heimili. Þar velti hún fyrir sér hvernig gera má heimilin umhverfisvænni, hvaða umhverfismerkjum má treysta og ýmsu öðru. Meira um það á eftir. Svo kemur Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur til okkar í lok þáttar í stutt málfarsspjall. |