|
Description:
|
|
Hin árlega loftslagsráðstefna Sþ. hefst á sunnudaginn, hún fer að þessu sinni fram í Egyptalandi, nánar tiltekið Sharm el Sheikh. Þessar ráðstefnur þykja mikilvægur vettvangur til að ríki heims geti unnið að loftlagsaðgerðum í sameiningu, markmiðið sagt sameiginlegt og því ættu leiðirnar að vera það líka. Rætt annarsvegar við Helgu Barðadóttur sem fer fyrir sendinefnd íslenskra stjórnvalda - og hinsvegar Tinnu Hallgrímsdottur, sem verður á svæðinu sem formaður Ungra umhverfissina. Málfarsmínúta Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands er gestur í dýraspjallinu svokallaða, hún hefur rannsakað dýr og gróður á túndrum heimsins, sérstaklega við norðurheimskaut. Ruslarabb endurflutt, um flokkun sápupumpa og pilluspjaldna. |