Search

Home > Samfélagið > Hvað á að gerast á COP27? Loftlagsmál í Marel, málfar, neyslulosun
Podcast: Samfélagið
Episode:

Hvað á að gerast á COP27? Loftlagsmál í Marel, málfar, neyslulosun

Category: Society & Culture
Duration: 00:00:00
Publish Date: 2022-11-07 13:00:00
Description: Árleg loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í gær. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er á leiðinni, en hann hefur sótt þessar samkomur oft í gegnum tíðina. Hvaða væntingar hefur hann til þessa fundar - og hvað eigum við að vera að hlusta eftir? Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel: Marel hefur ásamt nokkrum íslenskum fyrirtækjum unnið með aðferðafræði sem sett er upp fyrir fyrirtæki sem vilja vinna sín loftslagslagmarkmið út frá vísindum Parísarsáttmálans og kallast Science Based Targets. Við fáum að forvitnast um hvernig svona vinna gagnast atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Málfarsmínúta Við tökum svo neytendaspjall í lok þáttar, og ræðum við ritstjóra Neytendablaðsins, Brynhildi Pétursdóttur, um þau áform Svíþjóðar að reikna ?alla? neysludrifna losun inn í losunarbókhald landsins. Á Íslandi er það þannig að ef þú kaupir bíl, eða flík, eða hvaðeina sem er innflutt - eins og flest hér nú er - þá verður kolefniskostnaðurinn við framleiðsluna eftir í upprunalandinu. Þannig að mælingarnar taka í raun ekki fyllilega á allir neyslu okkar. Þetta hefur verið gagnrýnt, bent á að rík lönd axla í raun ekki fyllilega ábyrgð á neyslu sinni og því sé ekki gætt að loftlagsréttlæti. Kæmi til greina að breyta þessu hér á landi - og þar með neysluhegðun landans?
Total Play: 0

Users also like

300+ Episodes
Between The .. 50+     8
100+ Episodes
Grínland 200+     6

Some more Podcasts by RÚV

30+ Episodes
Útivarp 10+     1
1K+ Episodes
Lestin 10+    
500+ Episodes
Í ljósi s .. 900+     10+
40+ Episodes
Sirkus Jóns .. 10+     2
300+ Episodes
Sveifludansa .. 10+    
10+ Episodes
Af minnisst .. 20+    
30+ Episodes
Ameríski dr .. 30+    
100+ Episodes
Grínland 200+     6