|
Description:
|
|
Við byrjum á að tengja okkur stuttlega inn á Loftlagsráðstefnuna í Egyptalandi sem er nú í fullum gangi, Finnur Ricart Andrason, hjá Ungum umhverfissinum og pistlahöfundur Samfélagsins er staddur þar og fer yfir helst markvert sem þar hefur átt sér stað hingað til. Við ræðum um göngustíga og leiðir, og hönnun þeirra. Gunnar Óli Guðjónsson landlagsarkitekt hefur sérhæft sig í göngustígagerð og komið að gerð leiðarvísis fyrir öll þau sem setja slíkt upp, hvort sem er á ferðamannastöðum, sumarhúsa- eða landeigendur og stjórnvöld. Það er nefnilega ákveðin kúnst og vísinda við að leggja göngustíg - ef stígurinn er settur bara niður einhversstaðar getur hann hæglega eyðilagst eða þá að fólk einfaldlega notar hann ekki, því hann liggur bara ekki rétt. Við ræðum við Gunnar Óla. Tónmenntakennara vantar til starfa í fjöldamarga grunnskóla, tónmennt er skyldugrein samkvæmt námskrá - hvernig stendur á því að þessi staða er komin upp og hvernig á að bregðast við henni? Við ræðum við Dr Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og sérfræðing í tónmenntakennslu um þetta Páll Líndal umhverfissálfræðingur verður svo með sinn pistil í lok þáttar, og fjallar þar meðal annars um listina (og spennuna) við að stytta sér leið. |