|
Description:
|
|
Það er margt sem bendir til þess að ýmsar pestir herji nú af meiri krafti á samfélög sem gripu til sóttvarnaraðgerða þegar covid faraldurinn var í hámæli. Undanfarin tvö ár fækkaði t.d. mjög tilfellum inflúensu og RS vírus svo dæmi séu tekin. En nú virðast hinar og þessar pestir vera á fleygiferð - kannski eðlilega. Og svo virðist covid vera mallandi í samfélaginu líka. Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hún fer yfir þessi mál með okkur. VIð ræðum svo við líffræðiljósmyndarann Svanhildi Egilsdóttur í dýraspjalli dagsins, hún starfar hjá Hafró og eitt hennar hlutverka er einmitt að mynda þær fjölbreyttu lífverur sem tengjast hafinu, ekki auðvelt verkefni enda þurfa lífverurnar helst að vera lifandi og ferskar - sem þýðir að Svanhildur þarf oft að vinna sín ljósmyndastörf út á rúmsjó. Svanhildur elskar líka fjörurferðir og segir fjöruferðir vera allra meina bót - og vill auka veg þeirra með aukinni fræðslu og þekkingarmiðlun. Hingað kemur líka Gunnar Dofri Ólafsson hjá Sorpu. Hann ætlar að segja okkur allt um stóru húsasorpsrannsóknina sem er í gangi núna. Þá er kafað djúpt í heimilissorpið og það greint í smæstu smáatriði. Svo verður málfarsmínútan á sínum stað. |