|
Description:
|
|
Gervigreind er allt í kringum okkur án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því. Símarnir, tölvurnar og tækin sem við notum safna upplýsingum og hafa áhrif á hegðun okkar. Því er mikilvæg að vanda til verka og huga jafnvel að siðferði slíkrar tækni. Þetta og fleiri ræðum við við Maríu Óskarsdóttur, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. VIð ætlum svo að huga að neytendamálum, að þessu sinni heyrum við af tveimur nýlegum úrskurðum í kærunefnd húsamála sem þykja góð tíðindi og skýra betur og ramma inn réttindi og skyldur leigusala annars vegar og leigjenda hinsvegar þegar kemur að viðhaldi og frágangi íbúða sem og leigukostnaði og hvernig hann má og getur breyst. Stjórnandi leigjendaaðstoðarinnar, Kolbrún Arna Villadsen lögfræðingur, kemur til okkar og fer yfir þessi mál Málfar Þá ætlum við að heyra af nýrri pistlaröð sem verður á dagskrá hér í Samfélaginu næstu vikurnar og fjallar um samfélasmiðla, áhrif þeirra á fólk og samfélag, helstu rannsóknir á þeim og fleira - Þorgeir Ólafsson hefur unnið að gerð þessa örþáttaraðar og kemur til okkar og fer yfir hverju við er að búast. |