|
Description:
|
|
Við tölum við Dr. Karl Ægi Karlsson, prófessor í taugavísindum við Háskólann í Reykjavík og einn stofnanda sprotafyrirtækisins 3Z. Þau hafa þróað erfðabreytt líkan af ADHD í sebrafiskum með það markmið að finna ný lyf. Og það tókst. Áhrifarík umhyggja er ný siðfræðistefna og hreyfing sem miðar að því að bæta heiminn á sem skilvirkastan hátt. Áhrifarík umhyggja hvetur til góðgerðarstarfsemi sem skilar mælanlegum árangri og á meðal þeirra sem aðhyllast stefnuna er margt ríkasta fólk heims, til að mynda Elon Musk. En það eru ekki bara milljarðamæringar sem geta lagt sitt af mörkum, hér á Íslandi hafa einnig verið stofnuð samtök og rætt verður við Elías Bjart Einarsson meðlim í Samtökum um áhrifaríka umhyggju á Íslandi. VIð fáum síðan pistil frá Finni Ricart Andrasyni loftlagsfulltrúa ungra umhverfissinna, en hann er búinn að melta aðeins allt sem fram kom á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Egyptalandi á dögunum og ætlar að segja okkur frá upplifunum sínum af ráðstefnunni og draga það helsta markvert, slæmt og gott, saman |