|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Arnar Heiðmars, myndasöguhöfundur og ritstjóri, opnaði fyrr í mánuðinum myndasögusýninguna Here and Back Again í Grófinni. Lestin skyggnist inn í hugarheim Arnars í þætti dagsins. Hljómsveitin World Narcosis hefur vakið mikla athygli í jaðarsenu landsins seinustu árin. Kim Kelley, ritstýra tónlistarveitunnar Noisy, lýsti tónlist bandsins sem ófyrirsjáanlegri blöndu af öfgakenndu þungarokki og hældi þeim óspart fyrir framsæknar lagasmíðar. Sveitin var að gefa út aðra breiðskífu sína í fullri lengd, nefnist hún Lyruljóra. Þórður Ingi Jónsson heimsækir liðsmenn World Narcosis að gefnu tilefni í þætti dagsins. Áslaug Torfadóttir fjallar um rómantísku uppvakninga-sjónvarpsþáttaröðin I Zombie. Og Sigrún Alba Sigurðardóttir menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands heldur áfram að tala um ljóðrænt rými stórborgarinnar, hún staðsetur sig í Kaupmannahöfn og talar um borgina út frá persónulegri reynslu og blandar saman við kenningar borgarfræða.
Umsjón: ... |