|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um skáldsöguna Haust í Skírisskógi eftir Þorstein frá Hamri. Verkið kom fyrst út árið 1980 en um var að ræða þriðju skáldsögu Þorsteins. Sagan hefur nú verið endurútgefin í tilefni af 60 ára rithöfundaafmæli Þorsteins og áttræðisafmæli hans þann 15. mars næstkomandi. Rætt verður við Hermann Stefánsson rithöfund um bókina en hann skrifar inngang að nýju útgáfunni. Sei Shónagon var hirðmær við japönsku keisarahirðina á síðari hluta tíundu og fyrri hluta elleftu aldar. Dagbók hennar, sem hún kallaði Koddabók, er merkileg heimild um japanskt hirðlíf á Heian-tímabilinu. Lýsingar Shónagon á klæðaburði, lifnaðarháttum, trúarbrögðum, siðavenjum, veðurfari og líffræði, svo fátt eitt sé nefnt, eru stórbrotnar. Enn merkilegri eru þó lýsingarnar á hennar innra lífi. Lestin rýnir í Koddabókina og hugarheim Sei Shónagon í þætti dagsins. Shónagon er af mörgum talinn fyrsti bloggarinn, en var hún kannski fyrsti tístarinn? Sigrún Alba Sigurðardóttir heldur á... |