|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Margverðlaunaði bandaríski rithöfundurinn Ursula K. Le Guin lést í fyrradag, 88 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir fantasíu- og vísindaskáldskap en eftir hana liggja einnig ljóð, smásögur, barnabækur og ritgerðir. Lestin minnist hennar í dag með Brynhildi Björnsdóttur og Eyju M. Brynjarsdóttur. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar í dag um kvikmyndina Three Billboards Outside Ebbing, Missouri eftir Martin McDonagh, en myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár sem besta myndin, auk þess sem Franced McDormand er tilnefnd fyrir besta leik í aðalahlutverki. Karl Ólafur Hallbjörnsson flytur pistil í Lestinni á miðvikudegi og fjallar í dag um þögn. Og Sigrún Alba Sigurðardóttir lýkur í dag pistlaröð sinni um ljóðrænt rými Kaupmannahafnar.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |