|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um enska tónlistarmanninn Mark E. Smith, forsprakka póst-pönk hljómsveitarinnar The Fall, en hann andaðist í gær, sextugur að aldri. Forsíðu Google prýðir í dag mynd af engri annarri en breska rithöfundinum Vigriníu Woolf, enda fæddist þetta merka skáld á þessum degi, 25. janúar. Lestin minnist hennar í þætti dagsins. Davíð Roach Gunnarsson spáir í Grammy-verðlaunaafhendinguna sem fram fer á sunnudag. Og Soffía Bjarnadóttir rithöfundur fer með hlustendur í ferðalag á bak við augnlokin.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |