|
Description:
|
|
Lestin minnist í dag Þorsteins frá Hamri sem andaðist í gær, 79 ára að aldri. Þorsteinn var eitt fremsta skáld þjóðarinnar um langt árabil, en á þessu ári eru sextíu ár liðin frá því að fyrsta bók hans, Í svörtum kufli, kom út. Þorsteinn sendi frá sér 26 ljóðabækur á sínum ferli, auk skáldsagna, sagnaþátta og þýðinga. Gestir Lestarinnar í dag verða bókmenntafræðingarnir Ástráður Eysteinsson og Páll Valsson, og rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Vigdís Grímsdóttir. Einnig verður hugað að myndlist í Lestinni í dag. Sýningin Myrkraverk stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum en þar mætast ólíkar kynslóðir listamanna og sýna dularfull, spennandi verk sem auðga ímyndunaraflið á þessum myrkasta tíma ársins. Meðal listamanna sem þar sýna er Jóhanna Bogadóttir. Lestin kíkir í heimsókn til Jóhönnu og fræðist nánar um hugar- og myndheim hennar.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson... |