|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Aukning dauðsfalla vegna ofneyslu sem rekja má til ópíóða og misnotkun á morfínskyldum lyfjum hefur verið mikið í
umræðunni síðustu daga enda talað um að við lifum nú á tímum ópíóða-krísu. Bandaríski ljósmyndarinn Nan Goldin tjáði sig nýlega um eigin
ópíóða-fíkn. Lestin kannar málið nánar í þætti dagsins. Fyrir sléttum 20 árum gaf breski tónlistarmaðurinn Mark Hollis út samnefnda sólóplötu.
Platan hefur allar götur síðan verið í hávegum höfð af tónlistaráhugafólki, en Hollis var áður forsprakki hljómsveitarinnar Talk Talk. Lestin rifjar þessa
plötu upp í dag með tónlistarmanninum Borgari Magnasyni. Áslaug Torfadóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, fjallar í dag um nýjustu afurð Amy
Sherman-Palladino, þættina Marvelous Mrs. Maisel. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar í þriðjudagspistli um pizzur og pólitík. |