|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Nýjasta kvikmynd þýska leikstjórans Fatih Akin, In The Fade, hefur notið vinsælda síðustu mánuði enda hreppti leikstjórinn fyrir stuttu Gyllta hnöttinn í flokki erlendra kvikmynda fyrir þessa mynd. Myndin er nú sýnd á Þýskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís - Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri kvikmyndahússins fræðir hlustendur nánar um nýjustu mynd Akins í þætti dagsins. Áslaug Torfadóttir kannar lífið innan veggja sértrúaðarsafnaðar sem er umfjöllunarefni sjónvarpsþáttanna The Path sem sýndir eru á streymisveitunni Hulu og fjalla um líf heittrúaðra Meyerista. Lestin brunar líka alla leið til Borðeyrar við Hrútafjörð, og ræðir við Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðing um bæinn sem var á sínum tíma miðstöð verslunar í héraðinu, en er nú einhver minnsti þéttbýliskjarni landsins, þar búa nú um tíu manns. Vilhelm flytur á morgun erindi um Borðeyri í Þjóðminjasafninu á morgun, undir yfirskriftinni ,,Brothætt frá upphafi. Byggaðarsaga Borðeyrar við Hrútafjörð." Og Þórður Ingi J... |