|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rýnir í íslenskar ástarsögur í næstu viku í Hannesarholti. Að gefnu tilefni verður því rætt við hana um ástarsögur, afþreyingarefni og myrkar hliðar mannsins, í þætti dagsins. Í sumar verða hundrað ár liðin frá fæðingu sænska leikstjórans Ingmars Bergmans. Lestin hugar í dag að kvenhlutverkum í kvikmyndum Bergmans, rætt verður við Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra. Og Soffía Bjarnadóttir rithöfundur fer með hlustendur í ferðalag á bakvið augnlokin.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |