|
Description:
|
|
Lestin minnist í dag Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem andaðist á föstudag. Jóhann var kominn í röð fremstu kvikmyndatónskálda samtímans, vinir hans og samstarfsmenn, Kristín Björk Kristjánsdóttir og Úlfur Eldjárn verða gestir þáttarins. Fyrir fimm árum síðan vann Heiða Vigdís Sigfúsdóttir sem sjálfboðaliði í Mexíkóborg um árabil með heimilislausum strákum. Eftir háskólanám sneri hún aftur til stórborgarinnar til að læra meiri spænsku og kynnast menningunni betur. Hún er því nú í Mexíkóborg og ætlar að fræða hlustendur Lestarinnar um ýmsa kima Mexíkóskrar menningar í dag og næstu mánudaga. Í dag fjallar hún um rastamenningu en allt frá áttunda áratug síðustu aldar hefur mið-amerísk rastamenning og reggí-tónlist orðið að tískufyrirbæri og hluti af meginstraumum Vesturlandabúa. Þór Þórbergsson gaf út sína fyrstu ljóðabók fyrir jólin, Lestin fræðist nánar um þá bók í þætti dagsins Og Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um bandarísku sjónvarpsþættina Happy!
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladót... |