|
Description:
|
|
Í Lestinin í dag verður meðal annars hugað að alþjóðlegum degi útvarps, nýjum kvikmyndum, byggingakrönum og svo þeim gamansömu tyllidögum sem nú líða. Menn háma nú í sig rjómabollur, saltkjöt, baunasúpu og sælgæti, dulabúa sig síðan með grímuklæðnaði. Þessir dagar; bolludagur, sprengidagur og öskudagur eiga þó uppruna sinn í siðum kirkjunnar. Lestin ferðast aftur til 1957 og flytur erindi Magnúsar Más Lárussonar, prófessors, um uppruna þessarra daga. Og við höldum upp á alþjóðlegan dag útvarps sem er í dag, og ræðum við Hrein Valdimarsson tæknimann hér hjá Ríkisútvarpinu til margra ára, og spyrjum hann meðal annars: Til hvers þurfum við útvarp? Halldór Armand Ásgeirsson flytur að vanda pistil hjá okkur í Lestinni á þriðjudegi. Yfirskriftin er: Allt hverfur. Að lokum heimsækjum við Baldvin Z, kvikmyndaleikstjóra og forvitnumst um sögugerð og einnig um kvikmyndina Lof mér að falla, sem væntanleg er í bíóhús síðar á þessu ári.
Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir... |