|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um Sögu kynferðisins eftir franska heimspekinginn Michel Foucault, en í síðustu viku kom út fjórða og síðasta bindi þess mikla verks, 34 árum eftir andlát höfundarins. Bókin nefnist Játningar holdsins en í henni beinir Foucault sjónum sínum að hinum kristnu miðöldum. Rætt verður við Björn Þorsteinsson heimspeking um Foucault í þættinum í dag. Í inngangi að bók Alain de Bottons, Essay on Love, skrifar kanadíski rithöfundurinn Shela Heti: ,,Það er í ástinni sem að við verðum líkust okkur sjálfum, og hvað mest lík öllum öðrum í þessum heimi." Í dag er Valentínusardagurinn og Lestin heldur upp á daginn með því að hlýða á nokkrar vel valdar ástarsögur. Una Margrét Jónsdóttir, Broddi Broddason, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Hafsteinn Himinljómi Regínuson segja frá. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar um hugtak listarinnar og stöðu hennar í samtímanum í miðvikudagspistli sínum.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson... |