|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Á laugardag hófst hér á Rás 1 ný þáttaröð þar sem Gísli Marteinn Baldursson fjallar um teiknimyndasöguhetjuna Tinna. Hver kynslóðin á fætur annarra naut þess að lesa um ævintýri blaðamannsins knáa sem belgíski myndasöguhöfundurinn Hergé færði til bókar á sínum tíma. Þessar bækur voru þýddar á íslensku og nutu mikilla vinsælda, og njóta enn. Í Lestinni í dag og næstu daga, og raunar vikur, verður ein Tinnabók tekin fyrir í hverjum þætti. Gísli Marteinn byrjar í dag, og fjallar um fyrstu Tinna-bókina, Tinni í Sovétríkjunum, sem kom upphaflega út í janúar árið 1929, Gísli ræðir í dag við þýðanda bókarinnar, Björn Thorarensen, son Þorsteins Thorarensens sem gaf út Tinnabækurnar á sínum tíma. Sjónvarpið sýnir í kvöld tvö síðustu þættina í hinni geysivinsælu þáttröð ,,Brúin." Lestin hitar upp fyrir kvöldið með aðdáanda þáttanna, Áslaugu Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heldur áfram að fræða hlustendur um hina ýmsu kima mexíkóskrar... |