|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um Storytel, streymiþjónustu sem nú er aðgengileg á Íslandi, en um er að ræða áskriftarþjónustu - eins konar Spotify eða Netflix - fyrir hljóðbækur. Rætt verður við Stefán Hjörleifsson framkæmdastjóra fyrirtækisins. Hlustendur fá einnig tíðindi frá Berlinale - kvikmyndahátíðinni í Berlín sem nú stendur yfir, en henni lýkur á sunnudag, tíðindamaður Lestarinnar í Berlín er Hulda Rós Guðnadóttir og hún segir frá í þættinum í dag. Karl Ólafur Hallbjörnsson veltir því fyrir sér hvenær maður byrjar að vera maður sjálfur - og hvenær maður hættir því. Og ævintýri Tinna halda áfram í Lestinni í dag. Í dag er röðin komin að bókinni Tinni í Ameríku, en viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar verður Þorgrímur Kári Snævarr, en hann er með próf í teiknimyndasögum frá háskólanum Esa Saint-Luc í Brussel, en höfundur Tinnabókanna, Hergé, tók þátt í að stofna þann skóla.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson... |