|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: San Fransíska sýrupoppsveitin MGMT gaf út sýna fjórðu breiðskífu á dögunu, Litle Dark Age, eða litlu miðöldina. Þar nálgast meðlimir sveitarinnar loksins aftur klístruðu popplagasmíðarnar sem þeir kunna svo vel, og skífan er þeirra besta og aðgengilegasta verk frá því þeir slógu í gegn með frumburðinum Oracular Spectecular, fyrir meira en áratug síðan. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um MGMT í Lestinni í dag. Atli Bollason verður á sínum stað í föstudagslestinni, og Tinnabókin sömuleiðis, í dag er röðin komin að Bláa lótusnum. Viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar verður Úlfhildur Dagsdóttir.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |