|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað að gefnu tilefni um kúst og fæjó kynslóðina, Mayu Deren, íslenskuna og Tinna í Surtsey. Úkraínski kvikmyndaleikstjórinn Maya Deren var einhver mikilvægasti frumkvöðull tilraunakenndrar kvikmyndagerðar á 5. og 6. áratugnum. Deren var líka dansari, kvikmyndafræðingur, skáld, rithöfundur og ljósmyndari. Hundrað ár voru í fyrra liðin frá fæðingu hennar, við fjöllum nánar um Mayu Deren í Lestinni í dag. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur fjallar í pistli dagsins um íslenskuna á stafrænum tímum. Austuríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein kemur meðal annars við sögu hjá honum í dag, sömuleiðis grein sem birtist í breska blaðinu The Guardian í gær. Og Tinnabók dagsins er Svaðilför í Surtsey, hún kom fyrst út árið 1938 en á íslensku árið 1971. Viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar verður Róbert Marshall, fjölmiðlamaður, útivistarmaður og fyrrverandi alþingismaður.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson
... |