|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Ítalska tískuhúsið Gucci vakti mikla athygli á tískuvikunni í Mílanó í síðustu viku. Hönnuður lúxus-fatamerkisins, Alessandro Michele, segir kenningar Donnu J. Haraway um Sæborgina, og Michels Foucaults um fagurfræði sjálfsins, hafa verið aðal innblásturinn að sýningunni. Lestin rýnir í athyglisverða sýningu Micheles í þætti dagisins og rætt verður við listakonuna Sögu Sigurðardóttur. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um kaldhæðni, fjarlægðir og hreinskilni. Og Tinnabók dagsins er Veldissproti Ottókars konungs, viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar í dag verður Sveinn Guðmarsson.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |