|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um enska tónlistarmanninn David Sylvian en hann varð sextugur í síðustu viku. Sylvian á að baki langan og glæsilegan feril sem hófst á áttunda áratugnum með hljómsveitinni Japan, sem naut mikillar virðingar á sínum tíma. Í kjölfarið fylgdi sólóferill sem einkennst hefur af stöðugri leit, stöðugri þróun. Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður þekkir vel til verka Sylvians og hann verður gestur Lestarinnar í dag. Hljómsveitin Gusgus er olían og gangverkið í íslenskri danstónlist, og þeirra síðasta skífa er slípuð og straumlínulöguð eining sem svíkur engan. Davíð Roach Gunnarsson setur sveigjanlegar lygar í hátalarakerfi Lestarinnar í dag og fjallar um nýútkomna breiðskífu Gusgus, The Lies are More Flexible. Á N1 Ártúnshöfða er starfsmaður sem þykir hafa afar góð áhrif á viðskiptavini sína. Lestin kom við í bílalúgunni í Ártúnshöfða og ákvað að kynnast manninum betur. Og Tinnabók dagsins er Krabbinn með gylltu klærnar, viðmælandi Gísla Marteins Bald... |