|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Kvikmyndahátíðin Stockfish hófst í Bíóparadís í gær, þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en hátíðin leggur áherslu á metnaðarfulla dagskrá, og einungis sýndar sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Heiða Jóhannsdóttir fjallar í Lestinni í dag um opnunarmynd hátíðarinnar, An Ordinary man, með þeim Heru Hilmarsdóttur og Ben Kingsley í aðalhlutverkum, en einnig um rússnesku kvikmyndina Loveless og A Fantastic woman, verðlaunamynd frá Chile. Gunnur Martinsdóttir Schlüter er sérfræðingur í hári eftir að hún skrifaði forvitnilega BA-ritgerð um táknmyndir hárs í þýsku leikhúsi og leikhúsheimi. Atli Bollason hringdi í Gunni og fékk að fræðast nánar um málið auk þess að lesa brot úr ókláruðu leikriti Gunnar sem byggir á rannsóknarefninu, meira um það í Lestinni í dag. Og Tinnabók dagsins er Dularfulla stjarnan, viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar verður Sævar Helgi Bragason.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson... |