|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Myrra Rós er ein þeirra tónlistarmanna sem spiluðu á Reykjavik Folk Festival um helgina. Tónlist hennar er sögð sniðin að dimmum haustkvöldum og ýmist líst sem draumkenndu, eða lágstemmdu þjóðlagapoppi. Lestin heimsækir hana á Stokkseyri í þætti dagsins, þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum. Þórður Ingi Jónsson ræðir við meðlimi pönkhljómsveitarinnar Show me the body á frumsýningu á nýrri vefþáttaröð hennar í New York. Áslaug Torfadóttir fjallar í dag um sjónvarpsþættina Queer Eye for the straight guy. Og Tinnabækur dagsins eru að þessu sinni tvær, eitt ævintýri á tveimur bókum, Leyndardómur einhyrningsins og Fjársjóður Rögnvaldar rauða, sem komu fyrst út á árunum 1942 til 1944, og á íslensku á árunum 1976 og 1977. Viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar í dag verður rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |